Árni Vilhjálmsson og ég stóðum andspænis hvor öðrum á sitt hvorum stöplinum með spotta bundinn fremst um liminn á okkur báðum. Á spottanum hékk bjalla sem áhorfendum var frjálst að klingja. Þannig stóðum við í þrjá tíma meðan tár runnu niður vanga. Hér eru stöplarnir bókstaflegri, þar sem þeir þjóna því hefðbundna hlutverki að hefja okkur upp og aðgreina okkur. Við leikum okkur með vald og valdaleysi okkar sjálfra með táknum á borð við stöplana og jakkaföt, vinnuklæðnað valdamannsins, en erum um leið valdlausir enda viðfang með bjöllu á typpinu.