Í þessu verki vinn ég með hugmyndina um stöpul listamannsins. Ég nota gjarnan sjálfan mig, listamanninn, sem viðfang og form sem minnir á stöpul með öllum hugrenningartengslum sem þeim fylgja til þess að fjalla um samband listamanns, listaverks og áhorfenda og hvað skilgreinir listina. Í sýningunni Stöpullinn ég sem ég sett upp fyrir einkasýningaröð þriðja árs nema í myndlist við Listaháskóla Íslands voru þessi element áberandi; ég sjálfur annars vegar sem fyrirsæta í umgjörð og framsetningu sem seldu ákveðna ímynd og hins vegar bókstaflegir stöplar sem ég klæddist og var þar með samsamaður stöplinum, aðstæðunum, ímyndinni.
Verkið var innsetning með skúlptúrum og ljósmyndum: Skúlptúrarnir á víð og dreif í mismunandi stærðum, formum og gerðum ásamt fimm stórum og áberandi ljósmyndum með áberandi bakgrunn og sjálfum mér í forgrunni, ásamt því að skúlptúrarnir koma fyrir í myndunum. Það mæti flokka skúlptúrana í tvær tegundir, annars vegar eru fimm hvítlakkaðir kassalaga strúktúrar sem líkjast stöplum. Allir eru þeir misjafnlega mótaðir og óhefðbundnir í laginu. Á þeim eru göt staðsett eftir því hvernig formið á strúktúrnum liggur. Hins vegar eru fimm minni skúlptúrar sem líkjast kunnuglegum munum. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa einhvers konar notagildi líkt og verkfæri eða hjálpartæki en lögun þeirra er sérsniðin hverjum stöpli fyrir sig. 23 Það tekur ekki langan tíma fyrir áhorfandann að sjá tengingu milli ljósmynda á veggjum og skúlptúra á gólfi, innsetningin er vegsum- merki eftir gjörð sem fest var á mynd. Á ljósmyndunum er bakgrunnurinn svíðandi rauður og listamaðurinn er klæddur hvítlökkuðu skúlptúrunum ásamt því að bera nytjahlut í hendi sér. Skúlptúrarnir sem ég klæðist eru sniðnir að líkamanum og hefta hreyfigetu, en nytjahlu- taskúlptúranrir eru augljóslega mjög vel hannaðir fyrir þessar mjög svo afmörkuðu aðstæður. Myndirnar sækja í ýmis minni þar sem ímyndarsköpun og jafnvel áróður eru áberandi; vel pródúseruð ljósmyndasería fyrir auglýsingastofu, pólitískur áróður frá tuttugustu öldinni, lág- myndir af fursta frá fjarlægu konungsríki eða trúarlegir íkonar. Þetta er allt gefið til kynna með yfirþyrmandi skærrauðum bakgrunninum og í hlutföllum og skala, sem minna á auglýsinga- borða eða forystufána. Myndirnar eru hengdar ofarlega á veggnum, fyrir ofan augnhæð, og áhorfandinn neyðist því til að horfa upp til þeirra.
Skilgreiningin á stöpli: strúktúr sem er notaður til sýningar á listmunum. Stöpullinn kemur í mismunandi stærð, lögun og birtingarmynd eftir því sem listaverkið krefst af honum. Stöpullinn er hugsaður til að upphefja og aftengja listaverkið frá nánasta umhverfi. Hann er skapaður til að þjóna listaver- kinu algjörlega. Stöpullinn gerir áhorfandanum kleift að skilgre- ina sýningargripinn sem list og manneskjuna sem listamann. Að slá réttan tón fyrir umhverfið svo að listin fái að tala sínu máli og gefur listaverkinu sinn hátíðlega stall.
Listamaðurinn er bundinn stöplinum rétt eins og stöpullinn er bundinn listamanninum.
Hvað er það að vera listamaður? Hver skilgreinir listamann? Er það listamaðurinn sjálfur eða er það á herðum áhorfandans? Ímyndarsköpun er marglaga. Að hluta til er ímynd sköpuð þegar listamaðurinn leggur verkið á stallinn en útkoman mótast hjá áhorfandanum. Stöpullinn er alltaf til staðar.
Titill
Stöpullinn ég
Ártal
2021
Miðill
Innsetning
Efni
Skúlptúrar, ljósmyndir
Í þessu verki vinn ég með hugmyndina um stöpul listamannsins. Ég nota gjarnan sjálfan mig, listamanninn, sem viðfang og form sem minnir á stöpul með öllum hugrenningartengslum sem þeim fylgja til þess að fjalla um samband listamanns, listaverks og áhorfenda og hvað skilgreinir listina. Í sýningunni Stöpullinn ég sem ég sett upp fyrir einkasýningaröð þriðja árs nema í myndlist við Listaháskóla Íslands voru þessi element áberandi; ég sjálfur annars vegar sem fyrirsæta í umgjörð og framsetningu sem seldu ákveðna ímynd og hins vegar bókstaflegir stöplar sem ég klæddist og var þar með samsamaður stöplinum, aðstæðunum, ímyndinni.
Verkið var innsetning með skúlptúrum og ljósmyndum: Skúlptúrarnir á víð og dreif í mismunandi stærðum, formum og gerðum ásamt fimm stórum og áberandi ljósmyndum með áberandi bakgrunn og sjálfum mér í forgrunni, ásamt því að skúlptúrarnir koma fyrir í myndunum. Það mæti flokka skúlptúrana í tvær tegundir, annars vegar eru fimm hvítlakkaðir kassalaga strúktúrar sem líkjast stöplum. Allir eru þeir misjafnlega mótaðir og óhefðbundnir í laginu. Á þeim eru göt staðsett eftir því hvernig formið á strúktúrnum liggur. Hins vegar eru fimm minni skúlptúrar sem líkjast kunnuglegum munum. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa einhvers konar notagildi líkt og verkfæri eða hjálpartæki en lögun þeirra er sérsniðin hverjum stöpli fyrir sig. 23 Það tekur ekki langan tíma fyrir áhorfandann að sjá tengingu milli ljósmynda á veggjum og skúlptúra á gólfi, innsetningin er vegsum- merki eftir gjörð sem fest var á mynd. Á ljósmyndunum er bakgrunnurinn svíðandi rauður og listamaðurinn er klæddur hvítlökkuðu skúlptúrunum ásamt því að bera nytjahlut í hendi sér. Skúlptúrarnir sem ég klæðist eru sniðnir að líkamanum og hefta hreyfigetu, en nytjahlu- taskúlptúranrir eru augljóslega mjög vel hannaðir fyrir þessar mjög svo afmörkuðu aðstæður. Myndirnar sækja í ýmis minni þar sem ímyndarsköpun og jafnvel áróður eru áberandi; vel pródúseruð ljósmyndasería fyrir auglýsingastofu, pólitískur áróður frá tuttugustu öldinni, lág- myndir af fursta frá fjarlægu konungsríki eða trúarlegir íkonar. Þetta er allt gefið til kynna með yfirþyrmandi skærrauðum bakgrunninum og í hlutföllum og skala, sem minna á auglýsinga- borða eða forystufána. Myndirnar eru hengdar ofarlega á veggnum, fyrir ofan augnhæð, og áhorfandinn neyðist því til að horfa upp til þeirra.
Skilgreiningin á stöpli: strúktúr sem er notaður til sýningar á listmunum. Stöpullinn kemur í mismunandi stærð, lögun og birtingarmynd eftir því sem listaverkið krefst af honum. Stöpullinn er hugsaður til að upphefja og aftengja listaverkið frá nánasta umhverfi. Hann er skapaður til að þjóna listaver- kinu algjörlega. Stöpullinn gerir áhorfandanum kleift að skilgre- ina sýningargripinn sem list og manneskjuna sem listamann. Að slá réttan tón fyrir umhverfið svo að listin fái að tala sínu máli og gefur listaverkinu sinn hátíðlega stall.
Listamaðurinn er bundinn stöplinum rétt eins og stöpullinn er bundinn listamanninum.
Hvað er það að vera listamaður? Hver skilgreinir listamann? Er það listamaðurinn sjálfur eða er það á herðum áhorfandans? Ímyndarsköpun er marglaga. Að hluta til er ímynd sköpuð þegar listamaðurinn leggur verkið á stallinn en útkoman mótast hjá áhorfandanum. Stöpullinn er alltaf til staðar.
Titill
Stöpullinn ég
Ártal
2021
Miðill
Innsetning
Efni
Skúlptúrar, ljósmyndir